Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót í listhlaupi á skautum í Egilshöll, um 65 keppendur tóku þátt í mótinu í öllum aldurshópum í keppnisflokkum A og B.
Það var hörð baráttan í efsta keppsnflokknum Junior A, sem jafnfram er erfiðasti flokkurinn, en Kristín Valdís SR hlaut hvorki meira né minna en 35,32 stig og er því nú með hæðstu einkunn í stuttu prógrami það sem af tímabilsins og trónaði á toppinum í lok dags. Í Junior A skautaði Margrét Sól Torfadóttir SR gott prógram þar sem hún var efst í lok dags með 57,33 stig sem dugði henni þó ekki til sigurs enda baráttan hörð milli hennar og Kristínar Valdísar SR og Agnesar Dísar SB. Hlaut hún að lokum í 3. sætið en Kristín Valdís hlaut 56,42 stig sem dugði henni til sigurðs enda hafði hún átt gríðarlega sterkt stutt prógram deginum áður og hélt hún forystunni með 91,74 stig. Ljóst er að lítið má út af bregða í prógrömmunum hjá þeim stelpum í Unglingaflokki þar sem þær gefa hverri annarri ekkert eftir og veita lítið svigrúm fyrir mistök.
Við óskum Kristínu Valdís innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og einnig Margréti Sól með 3. sætið.
SR-ingar áttu nokkur verðlaunasæti í öðrum flokkum en í 8 B var Sunna María Yngvarsdóttir í 1. sæti og Íris María Ragnarsdóttir í 3. sæti. Í 10 B var Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir í 3 sæti og í 10 A var Margrét Eva Borgþórsdóttir í 2. sæti og Herdís Heiða Guðjohnsen í 3. sæti. Í flokki 12 A var Viktoría Lind Björnsdóttir í 1. sæti eftir að skauta sitt program af miklu öryggi.
Við óskum öllum stelpunum innilega til hamingju með sinn árangur, gaman að sjá framfarir iðkenda á milli móta.
Það sem einkenndi mótið var hörð samkeppni milli keppenda þar sem ekkert var gefið eftir. Það mátti oft svo litlu muna í stigafjölda og óvíst var hvernig úrslitin yrðu á endanum. Einnig má segja frá því að SR-ingar voru afburða bestir í að hvetja sitt fólk áfram, það var mikið klappað og vel fagnað fyrir þeim SR-ingum sem skautuðu í hvert sinn og náðist því skemmtileg stemming á áhorfendapöllunum.
Það sem upp úr stendur samt alltaf er hversu gaman er að sjá að vinskapurinn er aldrei langt undan í þessari fámennu íþrótt, milli iðkenda innan félaga og eins milli félaga. Við hjá SR viljum hvetja aðstendendur til að bjóða ættingum og vinum til að koma og prufa að horfa á listhlaup á skautum, skautaíþróttinn er einstaklega krefjandi íþrótt og talin með þeim tæknilegstu og erfiðustu og kæmi trúlega mörgum á óvart að sjá hversu glæsilega þessi íþrótt er og skemmtileg að horfa á.