Búið er að laga frystivélar Skautahallarinnar

04/12/2016

Starfsmönnum Skautahallarinnar tókst að koma skautasvellinu í samt lag í dag.  Ekki leit vel út í morgun þar sem svellið var mikið bráðið og hafði farið alveg hefði ekki verið gripið í taumana.  Við heyrðum í Skautahallarstjóranum honum Hilmari Björnssyni rétt eftir hádegi og sagði hann að svellið yrði komið í lag um kl.13:00 og æfingar kvöldsins yrðu samkvæmt dagskrá.