Jólaskemmtun hokkídeildar 17.des!

11/12/2016

17. desember næstkomandi ætlar hokkídeildin að halda jólaskemmtun á æfingatíma íshokkídeildarinnar á milli kl.10:00 og 13:00. Stefnt er að því að vera með fjölbreytta dagskrá þar sem iðkendur og foreldrar taka þátt í skautaþrautum og ýmsum leikjum.  Nánari dagskrá verður gerð opinber á næstu dögum.  Einnig er hægt að fylgjast með á upplýsingarsíðu yngriflokka SR á Facebook.