Jólasýning Listhlaupadeildar SR

16/12/2016

Þann 18. desember kl. 19:00 til 21:30 verður jólasýning listhlaupadeildar þar sem allir iðkendur taka þátt og skauta og túlka ævintýrið Anastasia. Eftir sjálfa sýninguna verður haldið jólaball þar sem iðkendur og áhorfendur geta skautað í kringum jólatré.

Á meðan jólaballið stendur yfir verður haldin kökubasar í fjáröflunarskyni fyrir iðkendur sem fara erlendis að keppa á næsta ári.

plaket-1