RIG – Reykjavík International Games 3.-5. febrúar 2017

22/01/2017
Það stendur mikið til helgina 3.-5. febrúar, en þá er stórt skautamót  í Skautahöllinni í Laugardalum sem er hluti af RIG-inu. Það stefnir í metþátttöku þetta árið en alls eru skráðir um 50 keppendur víðs vegar úr heiminum. Auk þess eru um 36 keppendur á milli félagsmóti sem fram fer á föstudeginum. Aldrei hafa eins margir erlendir keppendur skráð sig til leiks eins og nú, en mótið er ISU mót. 
Við hvetjum alla skautaunnendur til að láta sjá sig í Skautahöllinni þessa helgina og horfa á frábæra skautara. Mótið hefst á föstudaginn kl. 15:00 með keppni í stúlknaflokki en kl. 17 hefst millifélagsmót. Áfram verður svo skautað á laugardag og sunnudag.  Á sunnudaginn verður sent út beint frá skautakeppninni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, en oft er mikil spenna  þegar keppendur í Junior og Senior keppa til úrslita.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið á heimasíðu Skautsambands Íslands.
Láttu sjá þig á RIG í Skautahöllinni Laugardal helgin 3.-5. febrúar.