Ný stjórn íshokkídeildar

24/05/2017

Nú á dögunum var haldinn aðalfundur íshokkídeildar í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni í Laugardal.  Fremur fámennt en góðmennt var á fundinum.  Helgi Páll Þórisson var kosinn fundarstjóri og Sandra Jóhannsdóttir var kosin fundarritari með öllum atkvæðum.   Farið var strax í hefðbundin aðalfundarstörf svo sem skýrslu stjórnar sem Eggert Steinsen, fráfarandi formaður, fór yfir starf deildarinnar fyrir nýliðinn vetur.  Ekki var hægt að fara yfir ársreikninga deildarinnar þar sem þeir voru ekki tilbúnir þannig að fundurinn ákvað að boða til auka-aðalfundar þann 23. maí til að fara yfir ársreikninginn sérstaklega.  Síðan var farið í kosningu formanns og stjórnar.

Eftirtaldir aðilar buðu sig fram til stjórnar:

  • Kjartan Hjaltested, formaður
  • Margrét Westlund, gjaldkeri
  • Eggert Steinsen, ritari
  • Ragnar Ævar Jóhannsson
  • Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, meðstjórnendur
  • Sandra Jóhannsdóttir, varamaður
  • Kári Guðlaugsson, varamaður.

Engin mótframboð bárust í þessi embætti og voru því þau öll sjálfkjörin.

Undir liðnum “Önnur mál” kom Andrés Arnar frá foreldrafélagi íshokkídeildarinnar og kynnti starf foreldrafélagsins fyrir fundarmönnum.  Allir voru sammála því að þetta hafi verið þarft og nauðsynlegt skref í starfi félagsins.  Félagsmenn ræddu um ýmiss mál sem snúa að íshokkíhreyfingunni og málum tengdum Skautahöllinni í Laugardal.  Fundi var slitið kl.21:01.

Fundargerð aðalfundar íshokkídeilar SR