04/05/2017
SR stelpurnar þær Edda, Eydís, Ólöf Thelma, Helena, Dharma, Valgerður, Vilborg, Herdís, Ingunn og Margrét Eva héldu afstað til Riga í Lettlandi ásamt þjálfara sínum honum Guillaume í gærmorgun.
Stelpurnar munu keppa á skautamótinu Volvo Open Cup í Riga. Þær munu allar keppa næsta sunnudag þann 7. maí.
Við óskum stelpunum öllum velgengni á mótinu og hlökkum til að fylgjast með þeim á sunnudaginn.