Skráning er hafinn á haustönn 2017

17/08/2017

Skráning er hafinn fyrir haustönn 2017 hjá listhlaupadeild SR.

Æfingar hefjast á mánudaginn 21. ágúst samkvæmt stundaskrá, í Skautahöllinni Laugardal.  Verið er að klára að setja svellið á og allt virðist ganga vel með nýju frystivélunum.   Það er búið að lagfæra hitt og þetta hjá okkur í búningsklefunum, skipt hefur verið um gólfefni á öllum gólfum í aðstöðu  listhlaupadeildar, í búningsklefum, skrifstofum og geymslum, öll gólf orðin fallega blá.  Eins hafa sturtur í búningsklefunum verið teknar í gegn, sett nýtt efni á gólfið og til stendur að skipta um sturtuhausa. Það er því orðið mun þrifalegra allt til að fara í sturtu eftir æfingar, kjósa stelpurnar það.  Það verður því voða gott að komast í okkar skautahöll aftur eftir um fimm mánaðar útlegð.

Í vetur verðum við í samstarfi við JSB ( Jassballetskóla Báru) eins og á vorönn.  Við sömdum um að hún tæki 3 hópa ( samtals um 75 pláss)  og er þeim skipt eftir hópum upp á að halda svipuðum aldri í þeim. Þórdís Scram verður áfram með iðkendur en hún er talin einn af færustu jassballetkennrum landsins. Dans er víðast hvar skilda hjá skautaiðkendum erlendis, en hann er skauturum nauðsynlegur til að tileinka sér mýkri hreyfingar, læra að bera sig rétt á ísnum og fegra hreyfingar sem notaðar eru í progrömmum í keppnum.  Nú þegar sést stór munur á þeim iðkendum sem voru hvað duglegastir að mæta í sumarbúðirnar og eins í dansinn á vorönn.  Yfirþjálfari hefur ákveðið að dans verði skylda í nokkrum hópum og hefur gjaldið fyrir hann því verið settur inn í æfingagjöldin hjá þeim hópum. Þessir hópar eru A1, A2, B1, B2, C, D og hópur 1. Við munum bjóða öðrum iðkendum upp á skrá sig í dansinn, en þar gildir fystur kemur fyrstur fær, þar sem aðeins eru fá pláss laus. Við vonumst samt til að allir sem vilja geti komist að. Gjaldið fyrir dansinn er 15.000 á haustönn. Hægt er að skrá iðkendur í dans um leið og skráning á haust önn fer fram.

Hópar hafa verið endurskoðaðir af yfirþjálfurum, skipt eftir því hvar keppendur standi getulega séð. Nöfn iðkenda koma fram við stundatöfluna hjá hverjum hóp fyrir sig, ef nafn barns er ekki við neinn hóp vinsamlega sendið póst á list@skautafelag.is,  Hafi barnið verið fært upp úr skautaskóla í vor fer það í þann hóp sem það var fær upp í þá.

Stundaskrá er komin inn á vefin er hún er með  smá fyrirvara um breytingar sem getur þurft að gera eftir að æfingar hefjast.

Skráning fer fram í skráningakerfi félagsins hér

Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir 1. september áskilur SR sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn. Mikilvægt er að iðkendur séu skráðir upp á fá tölvupósta um starfsemina þar sem netföng eru tekin úr skráningakerfinu.

Inni á greiðslusíðu SR er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum, með því að skrá sig inn í gegnum Island.is. Ef nánari upplýsinga er þörf þá vinsamlega sendi póst á list@skautafelag.is