Skráning er hafin í Skautaskóla SR listhlaupadeild

14/08/2017

Skráning er nú hafin í Skautaskóla SR og á Unglinganámskeiðin á haustönn 2017.  Skráning fer fram á skráninga síðu félagsins hér: Skráning 

Skautaskólinn er fyrir byrjendur og styttra komna á aldrinum 5-11 ára.

Unglinganámskeiðin eru fyrir krakka 12 ára -17 ára

Í vetur bjóðum við einning upp á námskeið fyrir börn sem verða 3 ára á árinu til 4 ára.

Í Skautaskólanum er lögð megin áhersla á að læra helstu grunn- og undirstöður íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi. 

Kennsla í skautaskólanum hefst miðvikudaginn 30. ágúst   Hægt er að finna nánari upplýsingar hér um Skautaskólann

Iðkendur sem hafa verið áður í skautaskóla skrá sig í Skautaskóla A, en byrjendur í Skautaskóla B.

Kennsla í unglingahóp hefst einnig  30. ágúst, nánari upplýsingar eru hér um Unglinganámskeiðin

Hlökkum til að sjá sem flesta í vetur

Stjórn og þjálfarar SR listhlaupadeildar