Stundaskrá fyrir íshokkí komin á vefinn!

17/08/2017

Nú þegar skólar eru í startholunum er ekki seinna vænna en að gera sig klára fyrir næsta íshokkítímabil.  Stjórn íshokkídeildar er búin að gefa út æfingar fyrir yngri flokka félagsins sem hægt er að skoða með þessari frétt eða á þessari síðu hér.  Þetta er tafla sem tekur gildir frá og með mánudeginum 21. ágúst og til áramóta hið minnsta.  Einhverjar smávægilegar breytingar gætu orðið á töflunni núna í upphafi vetrar en það verður auglýst og tilkynnt hér á vefnum og einnig á Upplýsingasíðu fyrir yngri flokka SR á Facebook.