Akureyrarferð yngriflokka íshokkí

27/09/2017

Hin frábæra Akureyrarferð yngri flokka íshokkídeildar SR nálgast óðfluga. Skráning stendur yfir og henni lýkur í þessari viku.

Skráning hér: https://goo.gl/forms/lFvuoA1KVgn6XYCt2

– Ferðin er fyrir 5. 6. 7. flokk og skautaskóla

- Brottför kl. 13:00, föstudaginn 13. október 2017 frá Laugardal.
– Hamborgari og pizza á Blönduósi á leiðinni til og frá Akureyri
– Gisting og matur í Skjaldarvík á meðan dvöl stendur
– Vasaljósagönguferð og kvöldvaka á kvöldin

- Spilað íshokkí á móti Birninum og SA á laugardag og sunnudagsmorgun
– Pizza og verðlaunapeningur fyrir þáttakendur í lok móts
– Heimkoma áætluð kl. 19:00 sunnudaginn 15. október

Því miður er ekki hægt að gefa upp endanlegt verð fyrr en fjöldi skráninga liggur fyrir. Síðasta ferð kostaði um 22.000 kr. á mann. Innifalið í verði er rúta, matur á Blönduósi á leiðinni, gisting og matur í Skjaldarvík og mótsgjald.

Ekki er hægt að kaupa hluta ferðar (bara gistingu eða bara rútu) nema sérstakar ástæður liggi að baki. Þetta er liðsferð og tilgangurinn er að efla liðsandann – það gerum við með því að ferðast saman, gista saman, borða saman, spila saman og skemmta okkur saman.

1-2 foreldrar verða fararstjórar og hafa ásamt þjálfurum auga með þeim börnum sem koma foreldralausir.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 28. september. 
Aðeins skráðir iðkendur SR geta farið í ferðina. Skrá iðkendur í félagið hér: https://skautafelag.felog.is/

Nánari upplýsingar og endanlegt verð koma inn þegar fjöldi skráninga liggur fyrir – 29. september.

Þessar ferðir hafa verið frábærlega vel heppnaðar. Krakkarnir hafa skemmt sér konunglega innan sem utan íssins og kynnast vel. Þau fá að leika íshokkístjörnur eina helgi, gista á flottu hóteli með baðsloppum og heitum potti – þar sem foreldrar stjana við þau. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma með.

Áfram SR!