05/09/2017
Í kvöld mun 2.flokkur SR skunda upp í Egilshöll og spila fyrsta leik tímabilsins í öðrum flokki. 2.flokkur er búinn að vera í stífum æfingum hjá Kára Guðlaugssyni og lýtur hópurinn bara nokkuð vel út. Leikurinn hefst kl.19:45, stundvísalega. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta í Egilshöll og hvetja strákana áfram.
Um næstu helgi verður töluverður handagangur í öskunni þar sem það verða alls 3 leikir hjá SR. Föstudaginn mætir SR Esju í Laugardalnum kl.19:45, RVK-stúlkur mæta SA Ynjum í Egilshöll kl.16:30 og kl.18:00 á laugardeginum 9. sept mun SR taka á móti SA Jötnum í Skautahöllinni í Laugardal kl.18:00.
Allir félagsmenn eru hvattir til að skella sér á þessa leiki og hvetja okkar fólk áfram!