Sameinað lið í Meistaraflokki kvenna!

07/09/2017

Nú fyrir skemmstu var kynntur til sögunnar þjálarar sameinaðs liðs SR og Bjarnarins í Meistaraflokki kvenna, Alexander Medvedev og Andri Freyr Magnússon.   Sameining þessara liða hefur verið í umræðunni síðan í vor eftir að Hertz-deild kvenna með yfirburðarsigri norðan liðanna.  Kvennaíshokkí hefur átt undir högg að sækja í Reykjavík og er vonast til þess að sameining liðanna í þessum flokki efli og styrki kvennastarf félaganna, SR og Bjarnarins, í framtíðinni.

Þjálfarinn, Alexander, ætti að vera hokkífólki kunnugur þar sem hann hefur spilað og þjálfað hjá Birninum síðustu tvö tímabil.  Hann er nú þegar potturinn og pannan í þjálfun hjá Birninum og honum fannst þetta verkefni, sem bæði SR og Björninn sameinuðust um að gera, bæði áhugavert og krefjandi. Aðstoðarþjálfarann þarf nú ekki að kynna hér á skautafelag.is þar sem flest allir ættu að þekkja hann frá störfum hans í Skautaskólanum og víðar hjá SR.  Andri hefur þjálfað hjá SR um árabil með góðum árganri.  Hann verður Alexander innan handar í vetur hjá Sameinaða kvennaliðinu.

Heimavöllur þessa liðs er bæði í Laugardal og í Egilshöll.  Æfingar fara eins fram á báðum stöðum.

Við hjá íshokkídeild Skautafélags Reykjavíkur munum að sjálfsögðu styðja vel við bakið á okkar stelpum í komandi leikum í Hertz-deild kvenna.

Fyrsti leikur sameinaðs kvennaliðs verður næstkomandi laugardag kl.16:20 í Egilshöll og við hverjum alla SR-inga og áhugafólk um íshokkí að fjölmenna í Egilshöll og hverja okkar stelpur til dáða.