Ársmiðar á íshokkíleiki komnir í sölu

05/10/2017

Ársmiðar á íshokkíleiki Skautafélagsins eru komnir í sölu í vefverslun félagsins.  Miðarnir koma í tveimur “stærðum”.  Annarsvegar er um að ræða Ársmiða sem er á kr.10.000 og síðan er Lúxusársmiði sem er á kr.15.000 og gildir sá miði á alla heimaleiki SR í Laugardal og alla útileiki SR í Egilshöll.  Þetta er frábær leið til að styrja íshokkídeildina og næla sér í miða á nær alla leiki SR í Reykjavík.