Ungir SR-ingar á Greifamóti

17/10/2017

Um nýliðna helgi fór hópur af ungum SR-ingum, í 5., 6. og 7.flokki og foreldrar, til Akureyrar að taka þátt í árlegu Greifamóti Skautafélags Akureyrar. Mótið var hin besta skemmtun og ekki spillti gleðinni frábært veður á laugar og sunnudeginum. Einsog hefð er fyrir voru allir sigurvegarar á þessu móti og var mótinu slúttað með veglegri pizza-veislu og verðlaunapeningaafhendingu. Hokkídeild SR sem og foreldrafélag íshokkídeildar þakkar Skautafélagi Akureyrar fyrir skemmtilegt mót og Skautafélagi Bjarnarins fyrir skemmtilega leiki og skemmtilega samveru um liðna helgi.