Úrslit frá Bikarmóti 2017

16/10/2017

Bikarmót ÍSS fór fram í Skautahöllinni í Laugardalnum dagana 13.-15. október. Keppendur voru frá Skautafélagi Reykjavíkur (SR), Skautafélagi Akureyrar (SA) og Skautafélaginu Birninum (SB).  SR-ingar áttu enga  keppendur í þremur efstu sætum í  keppnsiflokkunum Chicks  og Cubs.

                    

 

Í Basic Novice A voru 16 keppendur og þar eru SR stúlkurnar sem höfnuðu í efstu tveim sætunum með tvöfaldan Axel í prógrömmunum sínum, sem er mjög ánægjulegt að sjá, en SR átti einnig keppendur í flestum efstu sætunum í þessum flokki, þær sem voru í efstu tveimur sætunum voru:

  1. sæti Eydís Gunnarsdóttir 31,78 stig
  2. sæti Herdís Heiða Jing Guðjohnsen 29,98 stig

 

 

 

 

 

 

 

Á seinni keppnisdegi hófst keppni í flokknum Basic Novice B en þar voru 16 keppendur. Segja má að Skautafélag Reykjavíkur hafi unnið þennan flokk með yfirburðum og áttu keppendur í þremur efstu sætunum.

  1. sæti Edda Steinþórsdóttir 26,63 stig
  2. sæti Ellý Rún Guðjohnsen 25,63 stig
  3. sæti Thelma Kristín Maronsdóttir 24,49 stig.

Í Advanced Novice var Viktoría Lind Björnsdóttir Bikarmeistari með 75,03 stig samanlagt fyrir stutt og frjálst prógram.

Í Junior var keppnin spennandi, ekki mikill munur á milli keppenda í fyrsta og öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag. Eftir seinni dagin varð  Kristín Valdís Örnólfsdóttir í öðru sæti með samtals 88,93 stig.

 

Nánari fréttir af mótinu má finna á heimasíðu Skautasambandins