Keppnisferð til Riga

27/01/2018

Þessi flotti hópur er núna staðsettur í Riga og eru þær að fara að keppa á sínu fyrsta móti erlendis. Þetta eru hluti iðkenda í hóp 1, 2 eldri og 2 yngri. Þær munu allar keppa sunnudaginn 28. janúar og byrja þeirra flokkar klukkan 9 á staðartíma í Riga (7 á Íslandi). Hérna á þessari síðu eru allar upplýsingar um mótið fyrir þá sem vilja fylgjast með http://kristalice.lv/