Norðurlandamót í listhlaupi á skautum

01/02/2018

Þessa dagana fer fram Norðurlandamót í listhlaupi á skautum í Rovaniemi í Finnlandi. Ísland á þar nokkra keppendur, þar á meðal eru Viktoría Lind Björnsdóttir, Margrét Sól Torfadóttir og Þuríður Björg Björnsdóttir en þær æfa allar með Skautafélagi Reykjavíkur.

Fyrsti keppnisdagur var í dag, en þá keppti Viktoría Lind með sutta prógrammið sitt í keppnisflokknum Advanced Novice. Hún setti persónulegt stigamet og er eftir daginn í 8.sæti. Margrét Sól keppti einnig með stutta prógrammið sitt í dag, en hún er sem stendur í 15.sæti í flokknum Junior. Þuríður hefur ekki enn hafið keppni í sínum flokki, senior, en hún mun stíga á svellið á laugardag. Mótið stendur yfir frá 1.-4.febrúar.

SR óskar þessum frábæru skauturum góðs gengis á mótinu!


myndin er fengin að láni af facebook síðu Skautasambands Íslands