Norðurlandamóti í listhlaupi á skautum lokið!

04/02/2018

Norðurlandamóti í listhlaupi á skautum lauk í dag en þar áttu SR-ingar þrjá keppendur.

Viktoría Lind Björnsdóttir lauk keppni á föstudag, en hún endaði í 12. sæti, efst íslenskra keppenda í flokknum Advanced novice. Junior-flokkurinn lauk keppni í gær, laugardag, en Margrét Sól Torfadóttir hafnaði í 17.sæti. Í dag lauk svo Þuríður Björg Björgvinsdóttir en hún keppti í flokknum Senior og hafnaði í 15. sæti.

SR óskar þessum frábæru skauturum hjartanlega til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðrar ferðar heim frá Finnlandi!