Velkominn heim Daniel Kolar

22/04/2018

Varnarjaxlinn góðkunni frá Tékklandi, Daniel Kolar, hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur.

Daniel kom til Íslands árið 2007 og spilaði þá með SR. Árið 2012 söðlaði hann um yfir í Björninn og svo yfir í Esju árið 2015. Daniel hefur þrisvar sinnum hampað Íslandsmeistartitlinum, tvisvar með SR og einu sinni með Esju.
Hann var framkvæmdastjóri hjá SR ásamt því að þjálfa meistarflokk kvenna og yngri flokka. Hjá Birnunum þjálfaði hann einnig yngri flokkana ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U18 2011-2012.

Félagar hans úr íshokkíinu segja hann stóran og erfiðan andstæðing inn á svellinu, skotfastan og hittinn – en þess utan einstaklega ljúfan og hjálpsaman vin. Daniel er giftur Diljá Hreiðasdóttur og saman eiga þau soninn Jakob Mána.

Það eru spennandi tímar framundan hjá SR!