01/05/2018
165 krakkar frá SR, SA og Birninum mættu á Melabúðarmótið í íshokkí Laugardal um liðna helgi. Það var ekki annað að sjá að krakkarnir hafi skemmt sér konunglega bæði innan og utan íssins. Foreldrar SR krakkanna höfðu veg og vanda að skipulagningu mótssins og tókst að búa til jákvæða og skemmtilega umgjörð um frábært mót.
Margt var um nýbreytni á þessum móti eins og opnunarhátið á föstudeginum þar sem þjálfarar krakkana spreyttu sig á tækniþrautum undir hvatningu sinna iðkenda. Spinner medalíurnar slógu rækilega í gegn eins og hamborgaranir sem Kjartan formaður grillaði fyrir þreytta og svanga íshokkíkrakka í mótslok.
Skautafélag Reykjavíkur þakkar SA og Birninum fyrir komuna og ekki má gleyma Melabúðinni og Velmerkt fyrir stuðninginn.