Ný stjórn listhlaupadeildar

02/05/2018

Á dögunum var haldinn aðalfundur Listhlaupadeildar. Þar var að venju farið yfir veturinn sem leið og það sem er framundan hjá deildinni næsta vetur.
Kosið var í nýja stjórn, en Leon Hafsteinsson ákvað að láta af störfum sem formaður deildarinnar og koma inn í stjórn sem varamaður í staðin. Ingunn Þorláksdóttir sem sinnt hefur hlutverki ritara og Gíslína Vilborg Ólafsdóttir (betur þekkt sem Gilla) gjaldkeri, sóttust ekki eftir áframhaldandi störfum innan stjórnar félagsins. Við þökkum þeim báðum innilega fyrir sín störf í þágu félagsins og skautaíþróttarinnar.

Ný stjórn hefur nú þegar hafið störf og hlakkar mikið til komandi tímabils, en það sem er næst á döfinni er vorsýning, sumarbúðir iðkenda og sumarskautaskóli ásamt skipulagningu næstkomandi vetrar.

Selma Gísladóttir, ritari, Elín Gautadóttir, formaður, Hulda Björk Pálsdóttir, gjaldkeri, Anna Gígja Kristjánsdóttir, Rakel Tanja Bjarnadóttir, Elísabet Jenný Hjálmarsdóttir, varaformaður. Á myndina vantar Leon Hafsteinsson.