Skráning í sumarbúðir LSR er hafin!

17/05/2018

Kæru foreldrar og forráðamenn,

núna er skráningin í sumarbúðirnar hjá framhaldshópunum hafin. Endilega skráið iðkendur sem fyrst þar sem að vikurnar eru ódýrari ef skráð er fyrir 1. júní og ef teknar eru allar 6 vikurnar þá er 10% afsláttur af heildarkostnaði.

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarbúðir fyrir framhaldsiðkendur listhlaupadeildar SR.  Sumarbúðirnar eru fyrir þá iðkendur sem eru komnir upp í framhaldshópa, einnig verður í boði sumarskautaskóli fyrir byrjendur og iðkendur í skautaskóla.

Allar upplýsingar um verð og hópaskiptingu hér og hér er að finna dagskrá og stundaskrá  fyrir hópanna og loks má lesa um mikilvægi þess að iðkendur mæti í sumarbúirnar.

Skráning fer fram á skautafelag.felog.is

Kær kveðja,

Þjálfarar og stjórn