Haustmót ÍSS

15/09/2018

Síðastliðna helgi fór fram fyrsta mót vetrarins á vegum Skautasambands Íslands. Haustmótið fór fram á Akureyri og átti SR 18 keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með stakri prýði.

Samkvæmt nýjum keppnisreglum í flokkunum Chicks og Cubs er keppendum ekki lengur raðað í verðlaunasæti í þeim flokkum. Þess í stað fá allir keppendur viðurkenningu fyrir sína frammistöðu á mótum, sem og yfirferð á einkunnum dómara með sínum þjálfara að keppni lokinni.

Í flokknum Chicks átti SR fjóra keppendur, en það voru Elín Ósk Stefánsdóttir, Katla Karítas Yngvadóttir, Emelía Brá Leonsdóttir og Indíana Rós Ómarsdóttir. Hér má sjá þær stöllur eftir verðlaunaafhendingu ásamt öðrum keppendum í Chicks. 

Í flokknum Cubs átti SR einnig fjóra keppendur. Það voru Ágústa Ólafsdóttir, Eva Lóa Dennisdóttir Gamblen, Sunna María Yngvadóttir og Áróra Sól Antonsdóttir. Hér má sjá þær við verðlaunaafhendingu með sínum keppnisflokki.

Í flokknum Basic Novice átti SR þrjá keppendur af sjö, en það voru Kristín Jökulsdóttir, Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir og Dharma Elísabet Tómasdóttir. Kristín endaði í öðru sæti og Vilborg í því þriðja. Á myndinni eru allir keppendur við verðlaunaafhendingu í Basic Novice.

 

Ingunn Dagmar Ólafsdóttir og Natalía Rán Leonsdóttir kepptu í flokknum Intermediate Novice, en þar voru samtals 5 keppendur. Í þessum flokki, sem og öðrum keppnisflokkum með eldri iðkendum hefur verið gerð sú breyting að aðeins verðlaunahafar taka þátt í verðlaunaathöfn, aðrir fá viðurkenningu strax að móti loknu. Ingunn lennti í þriðja sæti, en hér má sjá mynd af henni með sína viðurkenningu.

 

Fjórar stúlkur kepptu fyrir hönd SR til verðlauna í flokknum Advanced Novice, en þar voru keppendur 9 og keppni hörð. Það voru Herdís Heiða Jing Guðjohnsen, Rebekka Rós Ómarsdóttir, Margrét Eva Borgþórsdóttir og Eydís Gunnarsdóttir. Herdís Heiða var þar efst allra, lennti í fyrsta sæti og Rebekka Rós í því öðru. Með þeim á myndinni er Júlía Sylvía, skautari frá skautafélaginu Birninum en hún lennti í þriðja sæti. 

Viktoría Lind Björnsdóttir var eini keppandi SR í flokknum Junior, en þar kepptu fimm stúlkur. Var hún þeirra hlutskörpust, rúmum tvem stigum ofar næsta keppanda.

SR óskar öllum keppendum hjartanlega til hamingju með árangurinn og þakkar aðstandendum og öðrum áhorfendum innilega fyrir samveruna í sólinni á Akureyri!