Núna er skráningin byrjuð fyrir skautaskólann, unglinga- og fullorðinsnámskeiðið.
Fullorðinsnámskeiðið er 2 sinnum í viku,
Miðvikudagar | 20:30-22:00 |
Sunnudagar | 18:15-19:30 |
og er hægt að velja að æfa 1 sinni eða 2 sinnum og er skráningin undir hópur 7. Þetta námskeið hentar þeim sem eru byrjendur og lengra komnir og finnst mörgum þetta frábær leið til þess að auka getuna og öryggið sitt á ísnum til þess að getað farið með börnunum sínum á almenning.
Upplýsingar um skautaskólann
Skipt er í litla hópa á svellinu eftir aldri og getu.
Kennt er tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugadögum. Hluti æfinga fer fram á ísnum og hluti á gólfi.
Börnin fara í upphitun þegar þau mæta, svo er ístími í 45 mín. og eftir hann fara þau í afísæfingar á gólfi í 15 mín., á milli er góður tími gefinn til að fara í og úr skautum.
Skautaskóli A er fyrir iðkendur sem hafa æft áður og skautaskóli B er fyrir nýja iðkendur.
Upplýsingar um unglinganámskeið
Í unglingaflokki er lögð megináhersla á að læra helstu grunn- og undirstöður íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi. Með hverjum hóp á ísnum er að jafnaði einn þjálfari og aðstoðarmaður sem eru skautarar sem hafa æft íþróttina í 5 ára eða meira.
Kennt er tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og sunnudögum.
Skráning fer fram HÉR með rafrænum skilríkjum og munið að ef þið ætlið að nota frístundastyrkinn þá þarf að ráðstafa styrknum í gegnum þessa skráningarsíðu en ekki í gegnum rafræna Reykjavík til þess að styrkurinn lækki æfingargjöldin.