U14 gerði góða ferð til Akureyrar!

13/11/2018

Um nýliðna helgi fór U14 lið SR (4.flokkur) til Akureyrar að taka þátt í einu af Íslandsmótunum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp.  Að vanda var gist í Skjaldarvík þar sem SR-ingar hafa gert sig heimkomna þar nyrðra.  Lið SR var mjög ungt eða leikmenn á aldrinum 10 til 13 ára og var því við ofurefli að etja gegn SA og Birninum sem voru með eldri og reyndari leikmenn.  En með nýjum þjálfara, Petr Kubos, og mikilli elju náðu strákarnir ásættanlegum úrslitum miðað við “aldur og fyrri störf”.  Framtíðin er greinileg björt hjá þessum ungu leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.