SR-ingar á faraldsfæti

29/12/2018

Árið 2019 verður spennandi hjá iðkendum okkar, en nokkrar stelpur úr klúbbnum halda erlendis að keppa strax á fyrstu vikum nýs árs.

 

Þann 6.-11. Janúar verða International Childrens Games haldnir í Lake Placid sem er rétt norður af New York borg í Bandaríkjunum. SR mun eiga tvo fulltrúa á mótinu, þær Herdísi Heiðu Jing Guðjohnsen og Rebekku Rós Ómarsdóttur.

Mótið er haldið fyrir keppendur á aldrinum 12-15 ára og eru haldnir undir merkjum Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

 

Rebekka og Herdís ásamt Völu Rún B. Magnúsdóttur þjálfara, sem mun fylgja þeim á mótið.

 

Mánuði síðar, eða þann 6-10 febrúar, verður Norðurlandamótið haldið í Linköping í Svíþjóð. Þar munu 4 iðkendur frá SR taka þátt, þær Margrét Sól Torfadóttir sem keppir í Senior, Viktoría Lind Björnsdóttir í Junior og þær Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Rebekka Rós Ómarsdóttir í Advance Novice.

 

Margrét Sól                             Viktoría Lind

 

Við óskum stelpunum okkar góðrar ferðar og góðs gengis á mótunum.

 

Myndir teknar af vef Skautasamabands Íslands eru birtar með leyfi þeirra.