Breytingar á æfingastað og tímum vegna HM í hokkí.

08/01/2019

Kæru foreldrar og forráðamenn,

breytingar verða á æfingarstað og tímum frá 13. – 20. janúar vegna heimsmeistaramóts U21 í hokkí. Við fengum í dag (08.01.19) upplýsingar um úthlutaða æfingartíma uppí Egilshöll. Þannig að núna er verið að setja saman stundarskrá sem mun gilda á þessum dögum og það fá allir hópar uppfærslu á sinni stundarskrá á morgun (09.01.19).

kær kveðja,

þjálfarar og stjórn LSR