Úrslit frá Lake Placid

11/01/2019

Þá er keppni á listskautum lokið á International Children‘s Games 2019 sem haldnir eru í Lake Placid.

 

Íslensku keppendurnir stóðu sig með sóma og skemmst er frá því að segja að iðkendur SR voru efstir af íslensku keppendunum.

 

Eftir stutta prógrammið var Herdís Heiða í 6. sæti og Rebekka Rós í því 12.

Þær hækkuðu báðar upp um sæti eftir frjálsa prógrammið. Herdís endaði í 5 sæti af 22 keppendum með 81,74 stig alls og bætti í leiðinni persónulegt met sitt um næstum 7 stig.

Rebekka Rós stökk upp um heil 3 sæti og endaði keppni í 9. sæti með 74,55 stig alls.

 

Virkilega flottur árangur og óskum við þeim báðum til hamingju með frammistöðuna.

 

Rebekka og Herdís ásamt Anítu Núr Magnúsdóttir frá Fjölni sem einnig keppti fyrir Reykjavík

 

Hér má sjá ítarlega frétt Skautasambands Íslands um ferðina:

Síðustu daga hafa fimm íslenskir skautarar í Advanced Novice verið staddir í Lake Placid í New York fylki Bandaríkjanna…

Posted by Skautasamband Íslands – ÍSS on Fimmtudagur, 10. janúar 2019