SR-mótið fréttir og myndir.

14/02/2019

Helgina 9. og 10. febrúar fór fram SR-mótið í Skautahöllinni Laugardal og voru skráðir 66 keppendur. Á laugardeginum kepptu 4 flokkar og stóðu þau sig frábærlega vel og fengu þau öll viðurkenningu og viðukenningarmedalíur og síðan á sunnudeginum kepptu eldri flokkarnir og þar voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Á mótinu var dæmt eftir stjörnukerfinu sem er kerfi frá Skautasambandi Íslands og voru dómarar á mótinu Ann Angus, Christine Harper og Helga Lára Gísladóttir.

6 ára og yngri

8 ára og yngri drengir

8 ára og yngri stúlkur

10 ára og yngri

12 ára og yngri
1. sæti Thelma Rós Gísladóttir
2. sæti Þórunn Gabríella Rodriguez
3. sæti Embla Hrönn Halldórsdóttir og Lilja Rós Friðbergsdóttir

15 ára og yngri
1. sæti Amanda Sigurðardóttir
2. sæti Bryndís Bjarkadóttir
3. sæti Helga Xialan Haraldsdóttir

17 ára og yngri
1. sæti Kolbrún Klara Lárusdóttir
2. sæti Birta María Þórðardóttir
3. sæti Vigdís Björg Einarsdóttir