Stelpur spila íshokkí á sunnudag – Global Girls Game

15/02/2019

Skautafélag Reykjavíkur tekur þátt í Girls Global Game en það er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum.
Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 17. febrúar kl. 11.45-12.45.

Við hvetjum íshokkístelpur á öllum aldri til að koma og taka þátt í þessum frábæra viðburði. Að sjálfsögðu eru byrjendur hjartanlega velkomnir – allur búnaður á staðnum.

Leikmenn úr íslenska kvennalandsliðinu og meistaraflokki kvenna verða á staðnum – ekki missa af þessu frábæra tækifæri!

Instagram SR-íshokkí

  • Það er sannkölluð tvöföld ánægja á morgun laugardag því Reykjavík fer norður og spilar við SA stúlkur kl. 19.00 - strax á eftir leik SR og SA í mfl. karla.
Skyldumæting á pallana fyrir þá sem eru í vetrarfríi á Akureyri. Hinir öskra á skjáinn í gegnum SA TV.
Áfram Reykjavík!

Nánar