Reykjavíkurmótið 2. og 3. mars

04/03/2019

Um helgina fór fram Reykjavíkurmótið sem haldið var af Fjölni í Egilshöllinni. Á laugardeginum var keppni hjá félagalínunni og fyrir hlé kepptu flokkarnir 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri og fengu allir þáttakendur þátttökumedalíur og viðurkenningarskjöl og stóðu þau sig öll ótrúlega vel og er gaman að segja frá því að þó nokkrir keppendur voru að keppa á sínu allra fyrsta móti.

Síðan eftir hlé kepptu 12 ára og yngri, 15 ára og yngri og 17 ára og yngri og voru veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í þeim flokkum. SR-ingar voru með keppendur í öllum flokkum nema 17 ára og yngri. Mótið hélt síðan áfram sunnudeginum og kepptu þá keppnislínan og special olympics þar sem iðkendur hjá íþróttafélaginu Ösp kepptu.

12 ára og yngri

  1. sæti Thelma Rós Gísladóttir SR
  2. sæti Rakel Kara Hauksdóttir SR
  3. sæti Þórunn Gabríela Rodiguez SR

15 ára og yngri

  1. sæti Amanda Sigurðardóttir SR
  2. sæti Sandra Hlín Björnsdóttir Fjölni
  3. sæti Bryndís Bjarkadóttir SR

Á sunnudeginum héldu SR-ingar áfram sigurför og voru með keppendur á pöllum í öllum flokkum sem þau kepptu í og fengu líka allir keppendur í Cubs og Chicks þátttökumedalíur.

Chicks

Basic Novice

  1. sæti Kristín Jökulsdóttir SR
  2. sæti Sunna María Yngvadóttir SR
  3. sæti Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR

Intermediate Novice                                                                         Mynd fengin hjá Fjölni, listhlaupadeild

  1. sæti Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir
  2. sæti Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir
  3. sæti Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR

Intermediate Ladies                                                                            Mynd fengin hjá Fjölni, listhlaupadeild

  1. sæti Hildur Bjarkadóttir Fjölnir
  2. sæti Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir
  3. sæti Þórunn Lovísa Löve SR

Advanced Novice                                                                                Mynd fengin hjá Fjölni, listhlaupadeild

  1. sæti Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR
  2. sæti Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir
  3. sæti Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir