Skauta-öskuball fimmtudaginn 7. mars

06/03/2019

Allir velkomnir á skauta-öskuball í Skautahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00-19:30.

Verðlaun fyrir besta öskudagsbúninginn!
Hægt verður að kaupa pizzur og drykki.

Aðgangur kr. 1.500,- (skauta- og hjálmaleiga innifalin)
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Instagram SR-íshokkí

  • Þá er gamla grýla dauð!
Sigur á SA í lokaleik deildarinnar er gott veganesti í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.
Þetta var hnífjafn og æsispennandi leikur frá upphafi til enda. Til marks um það áttu bæði liðin nákvæmlega 32 skot á mark. Það stefnir í hörkuspennandi úrslitakeppni.
Mörk SR:
Egill Þormóðsson (stoðs. Sölvi Freyr Atlason, Kári Guðlaugsson)
Aron Knútsson (stoð. Robbie Sigurdsson, Miloslav Račanský)
Miloslav Račanský (Robbie Sigurdsson, Sölvi Freyr Atlason)
Miloslav Račanský (án stoðsendingar)
Patrik Podsedníček (Miloslav Račanský, Robbie Sigurdsson)
Í markinu vörðu Arnar Hjaltested og Atli Snær Valdimarsson 28 skot.

Nánar