02/04/2019
Dagana 1.-4. apríl er Skate Southern í London og erum við með 7 keppendur sem taka þátt þar. Sunna María Yngvadóttir keppti í Basic Novice í gær 1. apríl og náði 22.81 stigi og lenti þar með í 12. sæti af 23 sem er frábær árangur hjá henni. Síðan eru þær Anna Björk, Bryndís, Emilía Dögg og Helga Lan sem eru að keppa í dag í Level 3 ladies 13 ára og eldri og Katla Karítas og Indíana Rós keppa líka í dag í Level 3 ladies 12 ára og yngri og óskum við þeim öllum góðs gengis.