25/11/2019
Um liðna helgi komu yfir 170 íshokkíkrakkar 12 ára ára og yngri saman í Skautahöllinni í Laugardal og spiluðu á SR mótinu. Í ár var metþátttaka stelpna en 55 stelpur frá félögunum þremur tóku þátt. SR-ingar áttu flestar stelpur á mótinu, 26 talsins, yfir 40% leikmanna SR.
Við þökkum Fjölni-Birninum og Skautafélagi Akureyrar fyrir komuna. Sérstakar þakkir til allra leikmannana fyrir íshokkítilþrifin, þjálfara, dómara, foreldra og aðstandenda fyrir hvatninguna og foreldrafélagi SR fyrir góða skipulagningu og örugga mótstjórn.
Við erum strax farin að hlakka til næsta móts í Laugardalnum.
Áfram íshokkí!