Fullorðinsnámskeið

18/12/2019

Vinsældir fullorðinsnámskeiðs Skautafélags Reykjavíkur hafa aukist ár frá ári. Iðkendum hefur fjölgað undanfarin ár og vonum við að á vorönninni verði engin breyting þar á.

Æfingar eru sunnudaga 18:15-19:30 og miðvikudaga 19:15-20:45 og er í boði að æfa einu sinni eða tvisvar í viku.

Æfingar hefjast miðvikudaginn 8. janúar. Skráning fer fram á skautafelag.felog.is.
Hægt er að senda fyrirspurn á ritari.lsr@gmail.com.