Eliza Reid forsetafrú opnar „Stelpur spila íshokkí“

04/02/2020

Vertu með í kvennaíshokkí-bylgjunni og taktu þátt í Girls Global Game, en það er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum.
Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. febrúar kl. 11.45-12.45. Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir.

Eliza Reid ætlar að setja Girls Global Game í Reykjavík með því að kasta viðhafnarpekki í upphafi leiks.

Við hvetjum íshokkístelpur í öllum félögum, á öllum aldri til að koma og taka þátt í þessum frábæra viðburði. Vegna mikillar fjölgunar íshokkístelpna á höfuðborgarsvæðinu tökum við heilan ís undir viðburðinn. Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Leikmenn úr íslenska kvennalandsliðinu og meistaraflokki kvenna verða á staðnum – ekki missa af þessu frábæra tækifæri!

Foreldrafélag SR íshokkí býður upp á kaffi, kakó og kleinur.