Ný stjórn LSR

08/05/2020

Aðalfundur LSR fór fram í gær og hefur ný stjórn tekið til starfa:

Anna Gígja Kristjánsdóttir, formaður,
Selma Gísladóttir, varaformaður,
Elín Gautadóttir, gjaldkeri,
Eva Dögg Benediktsdóttir, ritari,
Rut Hermannsdóttir, meðstjórnandi,
Aðalheiður Atladóttir, varamaður,
Ólafur S.K. Þorvaldz, varamaður,
Sigríður Helga Sveinsdóttir, varamaður.

Meðal þess sem rætt var um á fundinum:

  • Beðið er svara frá ÍBR um hvort hægt er að framlengja æfingatímabilið fram í júní.
  • Ekki er komið á hreint hvernig fyrirkomulag gestaþjálfara verður í sumarbúðum vegna Covid.
  • Herdís sér um sumarskautaskólann.
  • Fækkað verður um eitt mót á keppnislínu næsta vetur, því þjálfurum félaganna fannst of mikið álag á keppendur. Mögulega verða tvö mót á Akureyri næsta tímabil keppnislínunnar, eitt í Egilshöll og RIG í Laugardal.
  • Óskað er eftir framboðum til stjórnar Skautasambandsins. Ekki hefur verið sett ný dagsetning fyrir skautaþing en hægt er að bjóða sig fram á þinginu sjálfu.
  • Skv. íþróttastefnu Reykjavíkurborgar óskaði SR eftir litlu aukasvelli sem er ekki rétt. Listhlaupadeild og hokkí hafa bæði óskað eftir aukasvelli í fullri stærð, sem yrði yfirbyggt en ekki yfirbyggt útisvell. Til stendur að senda mótmæli þessu í samstarfi við hokkídeildina.
  • Skipt verður um bláu skápana og viðarskápana og verða skápar eftir öllum þeim vegg. Búið er að leita tilboða.
  • Stefnt er að því að halda einhvers konar vorfagnað fyrir iðkendur í lok annar, t.d. grill.