Íshokkí- og leikjanámskeið í ágúst

15/07/2020

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst og 10.-14. ágúst.
Námskeiðin eru fyrir 6-11 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára.
Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu.

Aðalþjálfari íshokkís er Miloslav Racansky
Milos hefur verið yfirþjálfari yngri flokka SR síðustu þrjú ár við mjög góðan orðstír. Hann er einnig leikmaður með karlaliði SR, leikmaður með landsliði Íslands, aðalþjálfari U18 landsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari U20 landsliðs Íslands.

Aðalþjálfari leikjanámskeiðs (heilsdags eingöngu) er Maríanna Þórðardóttir
Maríanna er íþróttafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af að því að vinna með börnum og umsjón leikjanámskeiða.

Allar nánari upplýsingar og skráning á sumarnámskeiðasíðu okkar.
Ítarlegri upplýsingar er hægt að sjá með því að smella á örina við hliðina á dagsetningunni.