Black Friday – frítt að prufa íshokkí

23/11/2020
Í tilefni Black Friday bjóðum við 4-16 ára krökkum að prófa íshokkí í Íshokkískóla SR frítt fram að áramótum. Sjá nánar hér í vefverslun SR.
Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í gegnum vefverslun SR fyrir miðnætti föstudaginn 27. nóvember eða senda póst á ishokki@skautafelag.is.
Íshokkískóli SR er þrisvar í viku og þar læra krakkar að skauta og skemmta sér vel í leiðinni.
– þriðjudaga 17.15-18.15
– föstudaga 17.15-18.15
– sunnudaga 12.00-12.45
Félagið getur lánað allan búnað, skauta, hjálm og hlífar.
Allar nánari upplýsingar um Íshokkískóla SR er að finna hér:  https://skautafelag.is/ishokki-3/hokkiskautaskolinn-2-2/