08/03/2021
KJÖRNEFND ÓSKAR EFTIR FRAMBOÐUM FYRIR SKAUTAÞING ÍSS 2021
Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skjal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal skjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann.
Á Skautaþingi 2021 verður því, skv. lögum ÍSS, kosið um formann, tvo aðalmenn og einn varamann til tveggja ára.
Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 7. grein laga ÍSS á heimasíðu, www.iceskate.is. Framboðsfrestur rennur út 10. apríl 2021 og skal framboðum skilað til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@iceskate.is.
Kjörnefnd Skipa:
Formaður:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir (LSA)
Nefndarmenn:
Helgi Páll Þórisson (Ösp)
Anna Gígja Kristjánsdóttir (SR)
Waleska Giraldo Þorsteinsson (Fjölnir)