Íshokkí- og leikjanámskeið í júní og ágúst

30/04/2021
SR íshokkí býður upp á skemmtileg íshokkí- og leikjanámskeið í júní og ágúst – bæði heils- og hálfsdags. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum.
Aðalþjálfari og umsjónarmaður er Kristín Ómarsdóttir leikmaður með kvennaliði SR en hún hefur mikla reynslu af þjálfun á ís, kennslu og umsjón sumarnámskeiða.
14.-18. júní. Heils- og hálfsdagsnámskeið fyrir 6-11 ára.
3.-6. ágúst. Heils- og hálfsdagsnámskeið fyrir 6-11 ára.