Ný stjórn listhlaupadeildar

30/04/2021

Þann 29. apríl fór fram aðalfundur LSR þar sem farið var yfir árið 2020 með skýrslu stjórnar og ársreikningum. Anna Gígja Kristjánsdóttir, Elín Gautadóttir, Eva Dögg Benediktsdóttir, Aðalheiður Atladóttir, Rut Hermannsdóttir og Anna Kristín Jeppesen buðu sig áfram fram í stjórn og ákváðu Selma Gísladóttir og Ólafur S. K. Þorvaldz að láta af störfum í stjórninni og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu iðkenda hjá félaginu. Nýjar inní stjórn eru þær Alida Ósk Smáradóttir og Linda Vilhjálmsdóttir. Við þökkum þeim sem mættu á aðalfundinn og hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar og/eða ábendingar að hafa alltaf samband sem fyrst.

 

Ný stjórn:

Anna Gígja – formaður. Mamma Thelmu Rósar í A5.

formadur.lsr@gmail.com

Rut – varaformaður. Mamma Indíönu í B1.

varaformadur.lsr@gmail.com

Elín – gjaldkeri. Mamma Eddu í A1.

gjaldkeri.lsr@gmail.com

Eva Dögg – ritari. Mamma Freyju Sifjar í D1, Elínar Óskar í B2, Hildar Emmu í B3 og iðkandi fullorðinshóps.

ritari.lsr@gmail.com

Alla – meðstjórnandi. Mamma Hönnu í A2 og iðkandi fullorðinshóps.

Anna Kristín – varamaður. Mamma Ilmu í B2 og iðkandi fullorðinshóps.

Alida – varamaður. Mamma Helenu í D1 og iðkandi fullorðinshóps.

Linda – varamaður. Mamma Þórdísar í B3 og Ingu Láru í skautaskólanum.