Nýtt merki Listskautadeildar og nýr æfingarfatnaður

24/06/2021

Stjórn Listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur kynnir með stolti nýtt merki deildarinnar. Hönnuðurinn Kristinn Gunnar Atlason hannaði merkið og færum við honum miklar þakkir fyrir samstarfið. Við viljum þakka öllum þeim sem sendu inn tillögu af nýju merki fyrir félagið. 

Í vöruverslun okkar inni á https://www.sportabler.com/shop/sr/voruverslun er einnig kominn nýr æfingarfatnaður fyrir deildina. 

Við erum komin í samstarf við Nike og mun æfingarfatnaður okkar koma þaðan. Keppnispeysur og æfingarpeysur (hálfrenndar) verða merktar deildinni með nýja logoinu. Fatnaðinn má bæði finna í barna og fullorðinsstæðrum. Við hvetjum alla iðkendur Listskautadeildar að nýta sér þessa verslun – enda má finna Nike íþróttafatnað á mjög sanngjörnu verði. Fyrir þá sem panta fljótlega þá mun fyrsta pöntun verða afgreidd í lok júlí. 

Að lokum viljum við senda okkar bestu sumarkveðjur til allra okkar iðkenda og fjölskyldna.