Takk fyrir okkur :)

07/06/2021

Kæru iðkendur, forráðarmenn, þjálfarar og stjórn Listskautadeildar SR.

Takk fyrir önnina sem var að ljúka.

Vorsýningin heppnaðist einstaklega vel og frábært að sjá alla okkar iðkendur stíga á ísinn.

Við erum ótrúlega stolt af því flotta starfi sem hefur áunnist í vetur þrátt fyrir töluverðar hindranir en við látum það ekki á okkur fá og hlökkum til að sjá sem flesta á sumarnámskeiðum í sumar.

í meðfylgjandi tengli má sjá myndir frá helginni sem okkar frábæru ljósmyndarar í félaginu tóku. Allir sjálfboðaliðar sem starfa fyrir félagið og  hafa starfað fyrir það  í gegnum tíðina eiga hrós skilið og endalaust þakklæti því án ykkar gætu hlutirnir ekki gengið upp.

Myndir af sýningunni

Eigið gott að gleðilegt sumar.