Opinn tími í skautaskóla

26/08/2021

Sunnudaginn 29. ágúst og þriðjudaginn 31. ágúst ætlar Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur að hafa opinn prufutíma fyrir alla krakka 4 – 11 ára.

Sunnudagur klukkan 11:30-12:45.

Þriðjudagur klukkan 17:00-18:15

Krakkarnir geta fengið skauta og hjálm lánað hjá okkur (muna eftir vettlingum).

Ath — Aðeins einn forráðarmaður má fylgja hverju barni!

Hlökkum til að sjá sem flesta.