Haustmót 2021

28/09/2021

Helgina 1-3 október verður Haustmót ÍSS haldið í Egilshöll.

Mikil tilhlökkun er hjá SR-ingum og óskum við keppendum góðs gengis.

Margir eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisflokknum Chicks og vonandi sjá sem flestir sér fært um að  mæta á mótið og hvetja krakkana okkar áfram.

Skráning fyrir áhorfendur fer fram í gegnum heimasíðu Skautasambands Íslands inni á heimasíðu þeirra www.iceskate.is

Æfingar hjá öðrum flokkum breytast lítillega þessa helgina – allar breytingar hafa verið uppfærðar inni á sportabler og biðjum við forráðarmenn að kíkja á dagskrána þar.