Kristalsmót

12/10/2021

Félagalína Listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur tekur þátt í Kristalsmóti næstkomandi Laugardag. Metþátttaka er hjá iðkendum félagsins og margir að taka þátt í sinni fyrstu keppni.

Kristalsmótið verður haldið laugardaginn 16. október á Skautasvellinu í Egilshöll milli kl. 08:00-13:00.

Grímuskylda er á Kristalsmótið en grímuna má taka niður eftir að sest er í sæti.

Áhorfendur verða að skrá sig og er það gert í gegnum heimasíðu listskautadeildar Fjölnis. https://fjolnir.is/2021/09/23/kristalsmot-motstilkynning/

Skorum á alla SR-inga að koma og hvetja krakkana okkar áfram 🙂