Ný stjórn listskautadeildar og skautastjóri

28/04/2022

Þann 28. apríl fór fram aðalfundur LSR þar sem farið var yfir árið 2021 með skýrslu stjórnar og ársreikningum. Aðalheiður Atladóttir, Alida Ósk Smáradóttir, Anna Kristín Jeppesen, Elín Gautadóttir, Eva Dögg Benediktsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Rut Hermannsdóttir buðu sig áfram fram í stjórn. Ný inn í stjórn er Rebekka Sif Kaaber. Anna Gígja Kristjánsdóttir færir sig um set og tekur við skautastjórastöðunni. Nýr formaður er Anna Kristín Jeppesen. Við þökkum þeim sem mættu á aðalfundinn og hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar og/eða ábendingar að hafa alltaf samband sem fyrst.