Ísland endaði í fjórða sæti á HM U18, A riðils þriðju deildar, eftir tap gegn Belgum í lokaleik mótsins. Liðið spilaði vel og stóð í hárinu á andstæðingunum sem þegar höfðu sigrað mótið og tryggt sér sæti í deildinni fyrir ofan að ári.
Íslenska landsliðið stóð sig með prýði ef horft er til þess að þetta er næst-yngsta liðið á mótinu. Það eru aðeins sex leikmenn sem eru á síðasta ári í flokknum, fæddir 2006, og átta leikmenn sem enn tilheyra formlega U16. Aðeins Bosnía-Hersegóvína er með yngra lið en þeir eru á leiðinni niður um deild. Sigurlið mótsins, Belgía, er með 12 leikmenn á efsta ári og aðeins einn leikmann úr U16.
Á HM U18 að ári spilar liðið aftur gegn Mexíkó, Nýja-Sjálandi og Tyrklandi en í hópinn bætast Hong-Kong úr riðlinum fyrir neðan en hverjir koma niður er enn ekki vitað en það mót er í næstu viku á Spáni.
SR-ingarnir fjórir stóðu sig með afburðum vel á mótinu.
Helgi Bjarnason
Maður leiksins úr liði Íslands gegn Bosníu-Hersegóvínu
Markahæsti leikmaður Íslands með 7 mörk
4. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins
Haukur Steinsen
Maður leiksins úr liði Íslands gegn Belgíu
Efstur varnarmanna Íslands með fjórar stoðsendingar
Ýmir Hafliðason
Annar markahæsti leikmaður Íslands með 3 mörk
13. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins
Haraldur Nickel
Haraldur var varamarkvörður Íslands á þessu móti, en hann er aðeins 14 ára gamall og fyrsta árið sem hann er gjaldgengur í U18 landslið Íslands.
Hann spilaði síðustu 7 mínútur gegn Bosníu og hélt hreinu.
Þetta var síðasta U18 mót Hauks en Helgi, Ýmir og Haraldur eru allir ennþá í U16.
Í starfsliðinu voru einnig SR-ingarnir Bjarki Jóhannesson sjúkraþjálfari og Axel Orongan þjálfari.